Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnaði fyrir öndunarvél og öðrum tækjum fyrir HSS úr sjúkrarúminu
Fimmtudagur 8. júlí 2010 kl. 10:29

Safnaði fyrir öndunarvél og öðrum tækjum fyrir HSS úr sjúkrarúminu

Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir og fjölskylda afhentu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ytri öndunarvél og ýmsan annan búnað að andvirði um 2,1 milljón króna fyrir utan virðisaukaskatt. Þorbjörg er sjúklingur með langvinna lungnaþembu. Hún setti sér það markmið að safna fyrir ytri öndunarvél til þess að færa HSS. Þorbjörg hefur þurft að styðjast mikið við ytri öndunarvél í baráttu sinni við sjúkdóminn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðeins ein slík vél er til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en stofnunin þarf á tveimur til þremur að halda til að koma til móts við sjúklinga á svæðinu.

Þetta markmið Þorbjargar hefur nú orðið að veruleika og eru það fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félög sem hafa lagt hönd á plóg.

Það er þó eitt félag sem hefur gefið hærri upphæð en aðrir í þessa söfnun. Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hefur styrkt söfnunina með 455.000 krónur Það voru einnig fjöldinn allur af einstaklingum, fyrirtækjum og félögum sem lögðu verkefninu lið undir kjörorðinu „margt smátt gerir eitt stórt“. Þorbjörg Friðriksdóttir og fjölskylda kunna þessum aðilum einlægar þakkir fyrir velvild í þeirra garð.


Mynd: Þorbjörg í öndunarvélinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún kennir reykingum um hvernig komið sé fyrir sér.

Efri myndin: Þorbjörg ásamt fjölskyldu sinni við afhendingu gjafanna á þriðjudaginn. Að ofan tekur Sigurður læknir við gjafabréfi sem fylgdi gjöfinni.

Myndir: HBB