Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnaði fé til rannsókna á arfgengri heilablæðingu
Föstudagur 5. október 2012 kl. 09:05

Safnaði fé til rannsókna á arfgengri heilablæðingu

María Ósk Kjartansdóttir afhenti á dögunum Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum 80.000 kr. sem söfnuðust í kringum Ljósanótt í Reykjanesbæ.

María Ósk stóð að söfnuninni ásamt Anítu Margréti frænku sinni en söfnunin var til að styrkja rannsóknir á arfgengri heilablæðingu. María er með þann sjúkdóm en hún hefur fengið þrjár heilablæðingar.

Söfnunarféð verður notað til að halda áfram rannsóknum á sjúkdómnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024