Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Safnaðarheimilinu færðar númeratöflur
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 08:37

Safnaðarheimilinu færðar númeratöflur


Við fjölmenna messu í Safnaðarheimilinu sunnudaginn 3. janúar síðastliðinn var þess minnst að 50 ár eru frá því að mótorbáturinn Rafnkell GK 510 fórst með allri áhöfn, 6 mönnum.

Í þessu hörmulega sjóslysi misstu 17 börn föður sinn.  Í upphafi messunar afhenti Guðmundur Garðarsson, skipstjóri, formanni sóknarnefndar gjafabréf fyrir nýsmíðuðum sálmanúmeratöflum, sem settar hafa verið upp í Safnaðarheimilinu.  Gjöfin er til minningar um þá sem fórust með Rafnkeli.

Gefendur eru börn afkomenda þeirra sem fórust á Rafnkell GK.  Númeratöflurnar eru smíðaðar af Gunnari Guðbjörnssyni húsasmíðameistara og hannaðar af Reyni Sveinssyni.

Myndir og texti: www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024