Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 23. febrúar 2001 kl. 14:38

Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju flottasta byggingin

Menningarverðlaun DV voru afhent í dag en þau eru veitt í sjö listgreinum, bókmenntum, tónlist, byggingarlist, leiklist, myndlist, kvikmyndalist og listhönnun. Byggingarlistarverðlaunin fengu Elín Kjartansdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Helga Benediktsdóttir fyrir safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju.
Í umsögn um bygginguna kemur fram að hún sé í beinum tengslum við kirkjuna, sem byggð var árið 1914 og einkennist skipulagið af rúmgóðum garði til hliðar við kirkjuna. Garðurinn er umlukinn kirkjunni á eina hlið en forsal og glerjuðum göngum safnaðarheimilisins á þrjá vegu. Safnaðarsal, skrifstofum og öðrum rýmum er raðað í úthringinn umhverfis samgöngurýmin.
„Með markvissu samspili kirkju, samgöngurýma og garðs þar sem kirkjan er þungamiðjan, skapa höfundar lifandi og áhrifamikla listræna heild sem vísar inná við, lokuð frá ytra umhverfi. Höfundar skapa manngert umhverfi kyrrðar sem á sinn hátt gefur tilfinningu af að vera handan þess tíma og rúms sem ríkir utan veggja safnaðarheimilisins. Áhrifamikið samspil flata og dagsbirtu er sterkur þáttur í heildaryfirbragði verksins. Útfærslur einkennast af vandvirkni og hófi í meðferð efna“, sagði dr. Maggi Jónsson, formaður dómefndar um safnaðarheimili Keflavíkurkirkju þegar verðlaunin vorur afhent.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024