Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. febrúar 2008 kl. 10:24

Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hjónin Lindu Gústafsdóttur og Gunnar Inga Ingimundarson úr Reykjanesbæ, en Gunnar liggur á líknardeild Landspítalans eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.

Þau eiga fjögur börn og eitt þeirra er að fermast í vor og þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið lengi og er staðan því skiljanlega erfið hjá þeim.

Vilja vinir og velunnarar þeirra því biðja alla sem geta að styrkja fjölskylduna með bænum og fjárframlagi þar sem margt smátt gerir að sjálfsögðu eitt stórt.

Reikningsnúmer er 1109-05-412412 og kt: 030268-5129
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024