Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 12. febrúar 2002 kl. 13:21

Safna saman áhugafólki um ADSL tengingar í Vogum

Nú er verið að safna saman umsóknum frá aðilum í Vogum sem hafa áhuga á að fá ADSL tenginu við Internetið. Þrjátíu aðila þarf í Vogum svo Landssíminn setji upp þann búnað sem þarf.Mjög góð þátttaka var þegar undirskriftasöfnun fór fram í desember en þar sem það voru ekki bindandi umsóknir þarf að endurtaka könnunina og nú með bindandi umsóknum.
Stefnt er að því að skila umsóknum þann 20.febrúar 2002 og þá ætti ADSL að vera komið í Vogana fyrir 20.maí 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024