Safna flöskum undir fölsku flaggi
- Segjast safna fyrir Þroskahjálp
Tveir karlmenn hafa undanfarið bankað upp á í húsum á Suðurnesjum og sagst vera að safna flöskum og dósum til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Að sögn Ingu Jónu Björgvinsdóttur, forstöðumanns Dósasels, eru karlarnir ekki á vegum samtakanna. Aftur á móti tekur starfsfólk Dósasels að sér að sækja flöskur og dósir til fyrirtækja og heimila en á þeirra vegum er aldrei gengið í hús til að safna.
Dósasel er móttökustöð fyrir drykkjarílát og er á vegum Þroskahjálpar á Suðurnesjum.