Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 17:00
Safna blóði í Grindavík á morgun
Blóðsöfnun mun fara fram í Grindavík á morgun, þriðjudaginn 3. febrúar. Blóðbankabíllinn verður við Rauðakrosshúsið frá kl. 10:00-17:00.
Allir Grindvíkingar og nærsveitamenn eru velkomnir og vakin er athygli á að blóðgjöf er lífgjöf.