Sætur selur í Grófinni
Sætur selur sólaði sig í smábátahöfninni í Gróf í gærdag. Selir hafa verið tíðir gestir í höfninni, annað hvort í ætisleit eða til að hvíla lúin bein.Ljósmyndari VF smellti af þessum sel í letilegri stöðu í sjósetningarrennunni við höfnina. Hann kippti sér lítið upp við ljósmyndarann og gott ef selurinn gaf honum ekki bros!