Sæþotukappar ollu hermönnum áhyggjum
Hermenn Varnarliðsins eru í mikilli viðbragðstöðu í Helguvík vegna komu olíuskips á þeirra vegum. Víða má sjá hermenn vopnaða rifflum og skammbyssum með talstöðvar niður við höfnina í Helguvík. Sæþotukappar úr Reykjanesbæ lögðu leið sína að herlegheitunum og fóru inn í höfnina í Helguvík. Ekki leið á löngu þar til hermennirnir voru allir á nálum og heyrðust ýmiskonar köll og talstöðvarspjall. Íslenska lögreglan á Keflavíkurflugvelli virðist hafa látið sæþotukappana vita hve hermennirnir voru stressaðir því það leið ekki á löngu þar til að sæþoturnar brunuðu úr höfninni við mikinn fögnuð bandarísku dátanna.
VF-myndir: Atli Már Gylfason