Sælkeraverzlun með kjöt og fisk opnar í Reykjanesbæ
Sælkeraverzlunin SHIP-O-HOJ opnaði í morgun að Hólagötu 15 í Njarðvík. Verslunin er með úrval af kjöti, ferskum fiski og fiskréttum.
Strax við opnun verzlunarinnar voru fjölmargir mættir til að kaupa bæði kjöt og fisk en kjötborðið í SHIP-O-HOJ er það eina á Suðurnesjum.
Sælkeraverzlunin verður opin virka daga kl. 11 til 18 og á morgun laugardag verður opið frá kl. 12-15 en fljótlega verður þörfin fyrir laugardagsopnun metin.
Aðstandendur SHIP-O-HOJ eru himinlifandi yfir þeim móttökum sem nýja kjöt- og fiskbúðin hefur fengið í dag.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi