Sækja um lóð undir hótel á Garðskaga
Sótt hefur verið um lóð undir hótel á Garðskaga til skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Garðs. Óskað er eftir 6400 fermetra lóð á svæði ofan Skagabrautar. Í tillögu til aðalskipulags er svæðið skilgreint undir hótel.
Skipulags- og bygginganefnd tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi sínum en segist ekki geta úthlutað lóð á þessu svæði að svo stöddu. Nefndin leggur til við sveitarfélagið að svæðið verði deiliskipulagt.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru hugmyndir uppi um að byggja 32 herbergja hótel á lóðinni. Hótelið yrði byggt í tveimur áföngum, 16 herbergi í hvorum áfanga.