Sækja um 3000 fermetra lóð undir vatnstanka
Fyrirtækið Iceland Global Water ehf hefur sótt um 3.000 fermetra lóð í Helguvík fyrir vatnstanka. Yrðu þeir staðsettir miðsvæðis í nánd við væntanlegan nýjan viðlegukant í vesturhluta hafnarinnar. Atvinnu- og hafnarráð hefur móttekið formlegt erindi þessa efnis frá fyrirtækinu en óskar er eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi á báðum lóðunum og m.a. hvernig vatnsöflun verði háttað.
Iceland Global Water hyggst nýta aðstöðuna fyrir vatnsútflutning til Kanada en vatninu yrði dælt úr tönkunum í þar til gerð tankskip.
Iceland Global Water hyggst nýta aðstöðuna fyrir vatnsútflutning til Kanada en vatninu yrði dælt úr tönkunum í þar til gerð tankskip.