Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. apríl 2002 kl. 22:58

Sækist eftir því að laga umhverfissár á Miðnesheiði

Hreinn Guðbjartsson í Garði hefur ritað bæjarstjórn Sandgerðis bréf þar sem hann lýsir yfir áhuga sínum að ganga frá þeim umhverfissárum sem eru vegna efnistöku á Miðnesheiði. Þar nefnir hann að samstarf verði við Gerðahrepp um átakið. Málið var teki fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis.Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar telur eðlilegt að taka upp viðræður við Gerðahrepp um átak í fegrun heiðarinnar. Bæjarstjórn felur byggingarfulltrúa að taka saman yfirlit yfir þau svæði sem þarf að lagfæra og koma fram með stutta greinargerð um umbætur og tilhögun sem yrði unnið eftir á næsta kjörtímabili. Bæjarstjórn ásamt hreppsnefnd Gerðahrepps myndu síðan bjóða umræddar lagfæringar út ef um slíka tilhögun næðist samkomulag við nágrannasveitarfélag okkar.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar er varðar lagfæringar á heiðinni. Reynt hefur verið að taka á umræddu umhverfismáli í samstarfi við verktaka með því miður, litlum árangri.
Bæjarstjórn mun leggja áherslu á að Hreinn Guðbjartsson verði hafður í huga þegar til framkvæmda kemur.
Ofanrituð niðurstaða bæjarstjórnar er send til kynningar til Umhverfis –ferða – og menningarráðs og þeim falið að fara í skoðunarferð um heiðarsvæðið og gera tillögur um framgang verksins.
Bæjarstjóra og formanni fagnefndar er falið að koma umræðum af stað og ræða málið við fulltrúa Gerðahrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024