Dubliner
Dubliner

Fréttir

Sæbjúgnaveiðiskip brennur í Sandgerðishöfn
Frá vettvangi brunans við Sandgerðishöfn í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
Sunnudagur 30. apríl 2023 kl. 01:13

Sæbjúgnaveiðiskip brennur í Sandgerðishöfn

Eldur kom upp í fiskiskipi í Sandgerðishöfn í kvöld. Tilkynnt var um reyk frá Þristi ÍS 360 í höfninni í Sandgerði. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi fjölmennt slökkvilið á staðinn með tvo dælubíla. Útkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir kl. 23:30 í kvöld, laugardagskvöld.

Reykkafarar héldu strax inn í skipið og fundu eld í rafbúnaði í vélarrými. Eldurinn var einangraður á þessum eina stað en reykur var hins vegar kominn um allt skip. Þannig lagði svartan reyk um tíma út um stýrishús skipsins.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þristur ÍS er gerður út á sæbjúgnaveiðar en heimahöfn skipsins er á Flateyri.

Dubliner
Dubliner