Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sá aldrei mótmælastöðu við Aðalgötu í Keflavík
Sunnudagur 16. júní 2002 kl. 12:35

Sá aldrei mótmælastöðu við Aðalgötu í Keflavík

Um eitthundrað Falun Gong-liðar mótmæltu á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar í morgun þegar Jiang Zemin, forseti Kína, átti leið suður til Keflavíkur á leið sinni frá Íslandi. Forsetinn sá hins vegar aldrei mótmælendurna, þar sem hann fór óhefðbundna leið til Keflavíkurflugvallar.Um 50 lögreglumenn gættu mótmælenda og allt fór friðsamlega fram.

Undirbúningur lögreglu hófst eldsnemma í morgun og vegfarendur um Reykjanesbraut höfðu samband við blaðamamann kl. 07 í morgun og sögðu lögreglu meðal annars skoða bíla sem færu að Leifsstöð.

Heimsókn þessa umdeilda þjóðarleiðtoga er nú lokið og geta margir andað léttar.

Myndin er frá viðbúnaði lögreglunnar við Leifsstöð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024