S og D ræða saman í Sandgerði
Samfylking og óháðir og Sjálfstæðisflokkur ætla að ræða meirihlutamyndun í Sandgerði. Þetta staðfestir Ólafur Þór Ólafsson, oddviti S-listans í samtali við Víkurfréttir.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir í Sandgerði. Þar var 77,3% kjörsókn og greiddu 859 atkvæði.
Úrslit urðu þessi:
B-listi 220 atkvæði - 2 menn
D-listi 146 atkvæði - 1 maður
H-listi 164 atkvæði - 1 maður
S-listi 302 atkvæði - 3 menn