Rythma- og Blúsfélagið styrkir Þroskahjálp
 Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk góða gjöf í gær þar sem Rythma- og Blúsfélag Reykjanesbæjar afhenti þeim fjármuni sem höfðu safnast á styrktartónleikum félagsins fyrir nokkru.
Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk góða gjöf í gær þar sem Rythma- og Blúsfélag Reykjanesbæjar afhenti þeim fjármuni sem höfðu safnast á styrktartónleikum félagsins fyrir nokkru.Tónleikarnir fóru fram í listasafni Duushúsa og komu fram Rúnar Júlíusson, Halldór Bragason, R&B sveitin VAX og Breiðbandið. Veitingahúsin Kaffi Duus, Kaffitár og Matarlyst buðu upp á veitingar og Reykjanesbær lagði til húsnæði, svið og hljóðkerfi.
Framlagið var að sjálfsögðu vel þegið og mun eflaust nýtast vel í starfi Þroskahjálpar.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Margrét Eysteinsdóttir, formaður R&B félagsins, afhendir Halldóri Leví Björnssyni, formanni Þroskahjálpar, sparigrís sem inniheldur styrkinn

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				