Rysjótt næstu daga
Veðrið verður nokkuð kaflaskipt næstu daga samkvæmt veðurspá. Það kólnar heldur. Í dag er er reiknað með hægari austlægri átt, björtu að mestu og þurrt að kalla við Faxaflóasvæðið Snýst í suðaustan 5-10 m/s seint í dag með slyddu eða rigningu. Austan 8-13 á morgun, en 13-18 við ströndina. Rigning, en slydda í uppsveitum. Norðlægari undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg austlæg átt og bjart að mestu. Suðaustan 5-8 m/s með kvöldinu og rigning eða slydda með köflum, en austan 8-15 á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Austan- og norðaustan 10-15 m/s, en heldur hægari norðaustantil. Víða snjókoma, en slydda og síðar rigning við suður- og suðvesturströndina, talsverð um tíma. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.
Á laugardag:
Norðan 5-10 m/s, skýjað og él norðan- og austanlands, en annars fremur bjart. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 4 stiga hiti við suður- og vesturströndina.
Á sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él, einkum við ströndina norðan- og austantil, en snjókoma á SA-landi um tíma. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir stíf austanátt með slyddu eða rigningu. Heldur hlýnandi.
Á miðvikudag:
Líklega norðanátt og kólnar í veðri. Úrkomusamt, einkum norðantil á landinu