Rýmingu Grindavíkur lokið
Búið er að rýma Grindavíkurbæ en rýmingu lauk rétt í þessu og gekk vel. Viðbragðsaðilar eru að störfum en allir aðrir hafa yfirgefið bæinn. RÚV greinir frá þessu.
Grindvíkingar sýndu mikla yfirvegun, farið var eftir birtum áætlunum við rýminguna og hún gekk óhappalaust fyrir sig, hefur RÚV eftir almannavörnum.