Rýmingarsala í Hagkaup
Þó nokkur biðröð var við Hagkaup í Njarðvík í morgun þegar rýmingarsala hófst í versluninni. Sem kunnugt er af fréttum mun verslunin loka á næstu dögum. Á rýmingarsölunni er öll matvara seld með 20% afslætti og fatnaður og önnur sérvara á 40-70% afslætti.Rýmingarsalan er auglýst myndarlega í Víkurfréttum í dag og þar segir - fyrstur kemur - fyrstur fær. Eiríkur Bjarki Eysteinsson verslunarstjóri Hagkaupa í Njarðvík sagðist búast við að það tæki fáa daga að klára vörur verslunarinnar.