Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rýmingaræfingar takast vel
Miðvikudagur 18. september 2002 kl. 14:48

Rýmingaræfingar takast vel

Undanfarna viku var fjöldi útkalla slökkviliðs B.S. vegna sjúkraflutninga og brunaútkalla undir meðallagi, en samhliða hafa staðið yfir rýmingaræfingar á leikskólum og grunn-skólum á svæði Brunavarna Suðurnesja. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri B.S. segir í samtali við Víkurfréttir að gott innra skipulag í öryggismálum í grunnskólum og leikskólum á svæði okkar þ.e. í Garði, Reykjanesbæ og Vogum, sé lykilatriði að góðum árangri.Í yfirstandandi rýmingaræfingum slökkviliðs B.S., sem haldnar eru árlega í samráði við starfsfólk og stjórnendur skólanna, leitast aðilar við að líkja sem mest eftir eins og að um alvöru eld sé að ræða og hafa æfingarnar undanfarin ár sannað gildi sitt.

Forvarnarfulltrúi Eldvarnareftirlits B.S. mætir í skólanna með reykvél sem spúir gervireyk um húshluta og brunakerfi hússins fer í gang. Á þeim tímapunkti hefst skipulögð rýming á húsnæðinu og útkallsferli slökkviliðsins hefst. Fulltrúi eldvarnareftirlits tímamælir alla verkþætti starfsfólks skólans og slökkviliðsins og fylgist með því að rétt vinnuferli sé viðhaft. Tímamælingar sína að flestir leikskólar á svæðinu eru rýmdir á u.þ.b. einni mínútu. Þess má geta að besti tími til þessa var á rýmingaræfingu sem fram fór í Gerðarskóla s.l. þriðjudag s.l., það tók um 2,5 mínútur að rýma allan skólann að undanskyldum þremur fórnarlömbum (starfsmönnum skólans) sem földu sig og reykkafarar slökkviliðs B.S. þurftu að finna.

Rýmingar verða áfram næstu vikur og í lokinn mun stór æfing verða framkvæmd á Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þar mun reyna á að rýma um 800 nemendur ásamt umdeidri aðkomu slökkviliðsins á svæðið á skólatíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024