Rýmdu Njarðvíkurskóla í brunaæfingu
Njarðvíkurskóli var rýmdur á ellefta tímanum í morgun í umfangsmikilli rýmingaræfingu sem skólinn hélt í samstarfi við slökkvilið Brunavarna Suðurnesja. Æfingin er haldin í tilefni af heilsu- og forvarnarviku sem núna stendur yfir í Reykjanesbæ. Á næstu vikum munu slökkviliðsmenn BS einnig fara í aðra skóla á svæðinu og halda samskonar æfingar.
Æfingin í morgun tókst vel. Nemendur voru fljótir að rýma skólabygginguna en í sumum tilvikum þurftu heilu bekkirnir að yfirgefa kennslustofur sínar með því að fara út um glugga.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á æfingunni í morgun.