Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rýmdu flugstöðina vegna gimsteinaskreyttra gulleggja
Viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis í gær. Myndin er úr safni og tengist ekki uppákomunni í gær.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 00:34

Rýmdu flugstöðina vegna gimsteinaskreyttra gulleggja

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær eftir að grunsanmlegur hlutur fannst í farangri farþega sem millilenti á flugvellinum. Farið hafi verið eftir verklagi, gripið til rýmingar í flugstöðinni og farangurinn skoðaður nánar, segir í frétt Vísis.

Í fyrstu fréttum af málinu var talið að um hefði verið að ræða babúskur, rússneskar tréfígúrur sem raðast saman hver inn í aðra. Grunsamlegi hluturinn reyndist hins vegar fáeinar eftirlíkingar af Fabergé-eggjum, gimsteinaskreyttum gulleggjum sem eiga rætur að rekja til Sankti Pétursborgar í Rússlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024