Ryksuga upp gúmmíið
Hópið, fjölnota íþróttahús Grindavíkurbæjar, er lokað þessa dagana og verður fram í miðjan október en verið er að skipta um gervigras í húsinu. Fljótlega komu í ljós gallar í gervigrasinu sem er aðeins tæplega fjögurra ára gamalt. Vertakar hafa unnið að því að ryksuga upp gúmmí úr gamla grasinu sem verður síðan nýtt á það nýja.
Á myndinni má sjá þegar verktakarnir unnu að því að ryksuga upp gúmmíið. Grasmotturnar verða síðan fjarlægðar og nýjar settar í staðinn.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				