Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ryðtankar í bakgrunni víkingasverðs
Mánudagur 31. október 2005 kl. 19:05

Ryðtankar í bakgrunni víkingasverðs

Umhverfi Njarðvíkurhafnar einkennist mjög af gríðarstórum ryðguðum tönkum, sem hafa verið mörgum til ama síðustu misseri og ár.

Tankarnir þykja ekki bæjarprýði og ágætur lesandi Víkurfrétta benti á að þegar ekið er að nýja Víkingasverðinu í Tjarnarhverfinu, þá blasi tankarnir við þeim sem horfi að sverðinu og yfir á víkina.

Vonandi hverfa tankarnir sem fyrst, a.m.k. á bakvið hátt naustið, sem byggt verður yfir Íslending og sýningu Smithsonian.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024