Rútubílstjóri grunaður um fíkniefnaakstur
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag akstur rútubílstjóra vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Rútan var þá á ferð í umdæminu og var fullsetin af farþegum.
Í viðræðum við bifreiðastjórann styrktist grunur lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnataka sýndi jákvæða svörun á fíkniefnaneyslu.
Rútan var skilin eftir á vettvangi og leiðsögumaður í henni látinn vita af því að annar bifreiðastjóri væri á leiðinni til að taka við akstrinum.
Í viðræðum við bifreiðastjórann styrktist grunur lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnataka sýndi jákvæða svörun á fíkniefnaneyslu.
Rútan var skilin eftir á vettvangi og leiðsögumaður í henni látinn vita af því að annar bifreiðastjóri væri á leiðinni til að taka við akstrinum.