Rúta í hörðum árekstri við ljósastaur
Hópferðarbíll frá SBK skemmdist verulega nú síðdegis eftir að hann rakst harkalega á ljósastaur til móts við Grænásbrekkuna. Engir farþegar voru í bílnum og ökumaðurinn slapp ómeiddur. Talsverð hálka myndaðist í hretinu nú síðdegis en að sögn lögreglu hafa ekki borist tilkynningar um önnur óhöpp en það sem hér um ræðir. Eins og sjá má er rútan mikið skemmd eftir óhappið.