Rut Skúladóttir með hæstu einkunn frá FS
Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 22. maí. Að þessu sinni útskrifaðist 77 nemendur; 48 stúdentar, 17 iðnnemar, 4 útskrifuðust af starfsnámsbrautum og einn af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur eða fleiri námsbrautum. Karlar voru 35 en konur 42. Alls komu 57 úr Reykjanesbæ, 7 úr Garði, 5 komu úr Grindavík og Sandgerði og einn úr Vogum. Nemendur úr sveitarfélögum utan Suðurnesja voru tveir, einn úr Reykjavík og einn frá Siglufirði.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Rut Skúladóttir fékk gjöf frá Bókabúð Keflavíkur fyrir góðan árangur á stúdentsprófi, frá Eddu Miðlun fyrir góðan árangur í íslensku, frá Iðnú Bókaútgáfu fyrir árangur í þýsku og þá fékk hún viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Rut fékk einnig viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í stærðfræði, raungreinum og sögu. Elmar Eðvaldsson fékk viðurkenningu fyrir árangur í stærðfræði og auk þess gjöf frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Lórý Benjamínsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku og ensku, Elva Björk Elvarsdóttir fyrir sálfræði, Arna Atladóttir fyrir myndlist og Jóhanna Árnadóttir fyrir árangur í samfélagsgreinum. Kristín Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og fékk auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir frábær störf við söngleikinn Bláu augun þín.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Ásdís Ýr Jakobsdóttir þær fyrir hönd Sparisjóðsins. Að þessu sinni hlaut Rut Skúladóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og íslensku. Kristín Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í tungumálum.
Við lok athafnarinnar veitti Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Þórunni Friðriksdóttur gullmerki FS en Þórunn hefur kennt við skólann í 25 ár. Einnig var Guðbjörg Aðalbergsdóttir fyrrverandi áfangastjóri kvödd en hún lét af störfum um síðustu áramót.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Rut Skúladóttir fékk gjöf frá Bókabúð Keflavíkur fyrir góðan árangur á stúdentsprófi, frá Eddu Miðlun fyrir góðan árangur í íslensku, frá Iðnú Bókaútgáfu fyrir árangur í þýsku og þá fékk hún viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Rut fékk einnig viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í stærðfræði, raungreinum og sögu. Elmar Eðvaldsson fékk viðurkenningu fyrir árangur í stærðfræði og auk þess gjöf frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Lórý Benjamínsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku og ensku, Elva Björk Elvarsdóttir fyrir sálfræði, Arna Atladóttir fyrir myndlist og Jóhanna Árnadóttir fyrir árangur í samfélagsgreinum. Kristín Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og fékk auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir frábær störf við söngleikinn Bláu augun þín.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Ásdís Ýr Jakobsdóttir þær fyrir hönd Sparisjóðsins. Að þessu sinni hlaut Rut Skúladóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og íslensku. Kristín Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í tungumálum.
Við lok athafnarinnar veitti Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Þórunni Friðriksdóttur gullmerki FS en Þórunn hefur kennt við skólann í 25 ár. Einnig var Guðbjörg Aðalbergsdóttir fyrrverandi áfangastjóri kvödd en hún lét af störfum um síðustu áramót.