Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rut Sigurðardóttir ráðin forvarna- og frístundafulltrúi
Rut Sigurðardóttir er m.a. margfaldur Norðurlandameistari í taekwondo.
Þriðjudagur 20. ágúst 2013 kl. 09:35

Rut Sigurðardóttir ráðin forvarna- og frístundafulltrúi

Sandgerðisbær hefur ákveðið að koma á nýrri stöðu forvarna- og frístundafulltrúa. Tilgangurinn er m.a. að stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og frístundastarfi, koma á meiri fjölbreytni í starfseminni og fylgjast með þróun frístunda- og forvarnamála í bænum.

Staðan var auglýst laus til umsóknar í júlí og voru umsækjendur 23. Rut Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið. Hún er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er margfaldur Norðurlandameistari í taekwondo. „Starfið leggst mjög vel í mig, ég er full eftirvæntingar og hlakka til að vinna með góðu fólki að því að efla enn frekar íþrótta-, frístunda- og forvarnastarf í Sandgerði,“ segir Rut sem hefur störf 1. september.
Í umfjöllun innan bæjarfélagsins um niðurstöður kannana sem Rannsóknir og greining unnu á árinu 2012 kom fram vilji til þess að vinna enn frekar með þá þætti sem náðst hefur góður árangur í og taka sérstaklega á þeim þáttum sem ekki hafa gengið jafnvel. Að stærstum hluta sýna niðurstöður ársins 2012 jákvæða þróun, samvera með foreldrum og eftirlit foreldra mældist meiri en áður, reykingar, áfengis- og fíkniefnaneysla mældist minni en áður, þá líður nemendum 9. og 10. bekkja almennt vel í skólanum samkvæmt mælingum, þátttaka stelpna í íþóttum mældist meiri en í fyrri mælingu en íþróttaiðkun drengja minni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannsóknir á högum og líðan ungs fólks hér á landi hafa verið framkvæmdar af Rannsóknum og greiningu frá árinu 1997. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að samvera með fjölskyldunni, þátttaka í íþróttum og líðan í skóla stuðla að auknu heilbrigði og vellíðan ungmenna.