Rússneskt ferlíki á Vellinum
Þessi feiknastóra flugvél vakti athygli margra í gær á Keflavíkurflugvelli enda er um að ræða eina þá stærstu flutningavél sem fyrirfinnst í heiminum.
Flugvélin er rússnesk af gerðinni Antonov 124 munu um 70 slíkar hafa verið smíðaðar frá því um miðjan 9. áratuginn. Vélin hefur vænghaf upp á 73 metra, lengd hennar er 63 metrar, hjólasettin eru sex og burðargetan nemur um 148 tonnum, þannig að hér er gríðarlegt ferlíki á ferðinni. Hún er notuð í fraktflutninga fyrir ýmsa aðila, m.a. Varnarliðið.
VF-mynd: pket.
Flugvélin er rússnesk af gerðinni Antonov 124 munu um 70 slíkar hafa verið smíðaðar frá því um miðjan 9. áratuginn. Vélin hefur vænghaf upp á 73 metra, lengd hennar er 63 metrar, hjólasettin eru sex og burðargetan nemur um 148 tonnum, þannig að hér er gríðarlegt ferlíki á ferðinni. Hún er notuð í fraktflutninga fyrir ýmsa aðila, m.a. Varnarliðið.
VF-mynd: pket.