Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rússarnir byrjaðir að gera við vélina
VF-myndir: Eyþór Sæmundsson
Þriðjudagur 8. október 2013 kl. 09:33

Rússarnir byrjaðir að gera við vélina

Tólf manna viðgerðarteymi frá Rússlandi hefur hafið viðgerðir á rússneskri flugvél sem hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli í júlí. Vélin skemmdist talsvert við slysið. Vefur RÚV greinir frá þessu.

Flugvélin hefur verið geymd í flugskýli á Keflavíkurflugvelli síðan í sumar en teymið byrjaði að gera við vélina síðasta laugardag.

Daði Bergþórsson starfsmaður Airport Associates segir við RÚV að það fjölgi í viðgerðarteyminu á næstunni en hann reiknar með að á þriðja tug Rússa komi að viðgerðinni.

Áætluð brottför flugvélarinnar frá Keflavík er 9. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024