Ruslakarlar og bæjarstarfsmenn raska ró á tjaldstæði
Ferðalangar sem gistu á tjaldstæðinu Stekk við Samkaup nýverið voru ekki ánægðir með að næturró þeirra var raskað tvívegis af tillitslaustum starfsmönnum, annars vegar sorphreinsunarmanna og hins vegar bæjarstarfsmanna. Einn ferðalangurinn fór inn á vef Reykjanesbæjar og tjáði sig þar um lífsreynslu sína af gistingu á tjaldstæðinu."Við hjónin fórum fyrir nokkrum dögum í ferðalag um Reykjanes og langar að fá smáupplýsingar varðandi tjaldsvæðið við Samkaup.
Við vorum þarna í miðri viku og það voru ekki margir ferðalangar á svæðinu um nóttina. Í reglum yfir svæðið er m.a. bent á að ekki er leyfilegt að vera með hávaða efir ákveðin tíma á kvöldin og er það vel.
Það var hins vegar ekki mjög ánægjulegt að vera vakin rétt upp úr kl. 6:30 við það að starfsmenn Gámafyritækis voru að losa tunnur með miklum hávaða og síðan upp úr kl. 7:30 mættu á svæðið vinnuvélar til að slá grasið. Það má benda ykkur á að í flestum tilfellum er fólk á tjaldsvæðum í fríi og kannski ekki alveg tilbúið til að fara á fætur fyrir kl. 8:00 á morgnana en gjörsamlega útilokað var annað þar sem sláttuvélar brunuðu rétt við hausinn á manni hinumegin við tjalddúkinn og litli drengurinn sem var með okkur varð mjög hræddur að vakna upp við þetta.
Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja vinnu þarna í Reykjanesbæ þannig að ekki sé unnið á tjaldsvæðum með vinnuvélar fyrr en eftir kl. 9:00 á morgnana.
Ferðalangar sem þarna gistu voru allavega sammála um að þetta væri alla vega óþarflega snemma dags.
Með kveðju.
Þóra Guðnadóttir"
Svar Reykjanesbæjar:
"Sæl Þóra,
Leiðinlegt að þú skulir hafa orðið fyrir þessu óþægindum á tjaldsvæðinu við Samkaup, en hér er greinilega um algjört slys að ræða, því almennt skal vinna við tjaldsvæðið ekki hefjast fyrr en kl. 10:00, t.d. sláttur, þrif og slíkt, og ber starfsmönnum að sjálfsögðu að sýna þá tillitssemi við tjaldgesti að fara eftir því til að raska ekki ró þeirra.
Við þökkum góða ábendingu og gerum okkar besta í að svona komi ekki fyrir aftur, svo næst er þú gistir á tjaldsvæðinu ættir þú að fá betri ró."
Af vef Reykjanesbæjar.
Við vorum þarna í miðri viku og það voru ekki margir ferðalangar á svæðinu um nóttina. Í reglum yfir svæðið er m.a. bent á að ekki er leyfilegt að vera með hávaða efir ákveðin tíma á kvöldin og er það vel.
Það var hins vegar ekki mjög ánægjulegt að vera vakin rétt upp úr kl. 6:30 við það að starfsmenn Gámafyritækis voru að losa tunnur með miklum hávaða og síðan upp úr kl. 7:30 mættu á svæðið vinnuvélar til að slá grasið. Það má benda ykkur á að í flestum tilfellum er fólk á tjaldsvæðum í fríi og kannski ekki alveg tilbúið til að fara á fætur fyrir kl. 8:00 á morgnana en gjörsamlega útilokað var annað þar sem sláttuvélar brunuðu rétt við hausinn á manni hinumegin við tjalddúkinn og litli drengurinn sem var með okkur varð mjög hræddur að vakna upp við þetta.
Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja vinnu þarna í Reykjanesbæ þannig að ekki sé unnið á tjaldsvæðum með vinnuvélar fyrr en eftir kl. 9:00 á morgnana.
Ferðalangar sem þarna gistu voru allavega sammála um að þetta væri alla vega óþarflega snemma dags.
Með kveðju.
Þóra Guðnadóttir"
Svar Reykjanesbæjar:
"Sæl Þóra,
Leiðinlegt að þú skulir hafa orðið fyrir þessu óþægindum á tjaldsvæðinu við Samkaup, en hér er greinilega um algjört slys að ræða, því almennt skal vinna við tjaldsvæðið ekki hefjast fyrr en kl. 10:00, t.d. sláttur, þrif og slíkt, og ber starfsmönnum að sjálfsögðu að sýna þá tillitssemi við tjaldgesti að fara eftir því til að raska ekki ró þeirra.
Við þökkum góða ábendingu og gerum okkar besta í að svona komi ekki fyrir aftur, svo næst er þú gistir á tjaldsvæðinu ættir þú að fá betri ró."
Af vef Reykjanesbæjar.