Rusl hreinsað af golfbrautum
Eftir veturinn hefur mikið af þara og grjóti gengið inná golfvöllinn Hólmsvöll í Leiru. Aðallega er þetta á 3. og 4. braut og aðeins við 7. teig. Svona snemma á vorin er erfitt að fara með þung tæki inná völlinn, því fjölmenntu á annan tug velunnara klúbbsins í morgun til hreinusnarstarfa eða eins og sagt er„margar hendur vinna létt verk“. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hreinsunarstörfunum í morgun.








