RÚNTURINN HÆTTULEGUR
Lögreglunni í Keflavík var kl. 03:44 aðfararnótt þjóðhátíðardagsins 17. júní sl tilkynnt um umferðarslys á Hafnargötu . Reyndust þar hafa rekist saman bifreiðar á leið í gagnstæðar áttir og þurfti að flytja 5 af þeim 7 aðilum sem í bifreiðunum voru með sjúkrabifreiðum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Rannsókn málsins er ekki lokið en svo virðist sem fíflaskapur annars ökumannsins hafi valdið slysinu og hann hafi viljandi ekið bifreið sinni yfir á öfugan vegarhelming. Ökumenn bifreiðanna voru sautján og 19 ára og farþegarnir frá 15 til 19 ára.