Runólfur hættir hjá Keili
Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis ætlar að láta af störfum í mars. Runólfur staðfesti þetta í samtali við Vísi.is í gær en hann mun hafa tilkynnt samtarfsfólki um ákvörðun sína í síðustu viku. Hann hefur verið framkvæmdastjóri háskólasamfélagsins Keilis frá stofnun þess en ekki hefur verið gengið frá ráðningu eftirmanns. Guðfinna Bjarnadóttir hefur verið orðuð við stöðuna en hún sagðist ekki hafa heyrt af því í samtali við Vísi.is.