Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúnar Júlíusson borinn til grafar
Föstudagur 12. desember 2008 kl. 16:21

Rúnar Júlíusson borinn til grafar



Um eða yfir eitt þúsund manns voru við útför Rúnars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag. Hvert sæti var skipað í kirkjuknni og í safnaðarheimilinu og nokkur hundruð manns voru í DUUShúsum en þangað var útförinni sjónvarpað sem og í Fríkirkjuna í Reykjavík. Einnig var hægt að fylgjast með henni á visir.is.
Séra Skúli Ólafsson, sóknarprestur jarðsöng og sagði í minningarorðum sínum að það væri afar sjaldgæft að einstaklingar væru jafn mörgum kostum gæddir eins og Rúnar Júlíusson. Margir tónlistarmenn og vinir Rúnars fluttu tónlistaratriði í kirkjunni en athöfnin hófst með söng Páls Óskars Hjálmtýssonar sem flutti lag Rúnars, Syngjum um lífið. Jóhann Helgason flutti lagið Keflavíkurnætur, Magnús Kjartansson söng lagið Þakklæti (To be greatful) með Karlakór Keflavíkur og þá fluttu synir hans, Baldur og Júlíus lagið Það þarf fólk eins og þig eftir föður sinn. Hjálmarnir Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson sungu saman lagið Leiðin okkar allra. Bubbi Morthens söng að lokum lagið Kveðja.  
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur útförina, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra ásamt nokkrum þingmönnum. 
Líkmenn voru þeir Gunnar Þórðarson, Tryggvi Hubner, Gústaf Gústafsson, Hermann Gunnarsson, Bjartmar Guðlaugsson, Þorsteinn Eggertsson, Gylfi Ægisson og Magnús Torfason. Yngri leikmenn knattspyrnudeildar Keflavíkur stóðu heiðursvörð þegar kista Rúnars var borin út. 

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024