Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúnar Júl listamaður Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 14:05

Rúnar Júl listamaður Reykjanesbæjar

Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson var útnefndur Listamaður Reykjanesbæjar á hátíðardagskrá 17. júní í Reykjanesbæ.
Listamaður Reykjanesbæjar er valinn af bæjarráði einu sinni á hverju kjörtímabili og tekur Rúnar við nafnbótinni af Gunnari Eyjólfssyni leikara.

Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og komu allar listgreinar og listform til greina. Bæjarráð Reykjanesbæjar fór yfir þær tillögur sem bárust og tóku þá ákvörðun að heiðra Rúnar að þessu sinni.

Rúnar hlýtur styrk sem ætlað er að auðvelda Listamanni Reykjanesbæjar að stunda list sína, viðurkenningarskjal og grip til minningar um atburðinn. Þá eru nöfn þeirra sem bera nafnbótina skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarðinum og nefnist Hvorki fugl né fiskur eftir Erling Jónsson sem fyrstur hlaut nafnbótina Listamaður Keflavíkur árið 1991.

Listamenn Reykjanesbæjar:
1991 Erlingur Jónsson
1992 Gunnar Þórðarson
1993 Halla Haraldsdóttir
1994 Hilmar Jónsson
1997 Sossa Björnsdóttir
2001 Gunnar Eyjólfsson 
 
Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024