Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rúnar Arnarsson gefur kost á sér í 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
Fimmtudagur 14. janúar 2010 kl. 12:07

Rúnar Arnarsson gefur kost á sér í 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar Arnarsson, starfsmaður rekstrardeildar Sparisjóðsins í Keflavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Flokkurinn birtir auglýsingu í Víkurfréttum í dag þar sem auglýst er eftir framboðum.

Rúnar er fyrsti nýi frambjóðandinnn sem skilar framboði en hann er kunnur á svæðinu vegna mikils starfs síns í tengslum við knattspyrnuna í Keflavík. Hann var formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur í tíu ár og tæpan áratug í stjórn þar á undan. Hann er í stjórn KSÍ.


Rúnar er menntaður fiskiðnaðarmaður og starfaði sem slíkur lengi vel í fiskibransanum, m.a. í „Stóru Milljón“ sem var eitt þekktasta fiskvinnsluhús í Keflavík í marga áratugi.

Rúnar segir að áhugi á félagsmálum og pólitík hafi lengi blundað í honum. „Ég hef verið góður og gegn Sjálfstæðismaður í gegnum tíðina. Ég er vel að mér í málefnum bæjarins, verkefnið þar erfitt og ekkert áhlaupaverk en það er margt mjög spennandi í málefnum og framtíð bæjarins,“ segir Rúnar.