Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir
Mánudagur 29. apríl 2019 kl. 09:40

Rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir

Rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. 
 
Jafnframt voru höfð afskipti af allmörgum ökumanna vegna gruns um vímuefnaakstur eða önnur brot í umferðinni svo sem akstur án ökuréttinda.
 
Af fjórum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum var einn sem lögregla stöðvaði nú í þriðja sinn af þeim sökum.
 
Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024