Rúmlega helmingur landsmanna ósáttur ef herinn færi
Tæpleg 53% landsmanna yrði ósáttur við það ef Bandaríski herinn færi af landi brott. Rúmlega 47 % landsmanna yrðu sáttir við það ef herinn færi úr landi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag.
Rúmlega 40% eru ósáttir við að varnarliðið fari úr landi þegar þeir sem tóku ekki afstöðu er teknir með í reikninginn. Tæp 37% eru sátt við að varnarliðið fari af landi brott en 22,6% tóku ekki afstöðu.
Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Könnunin var gerð föstudaginn 29. júlí.
Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Rúmlega 40% eru ósáttir við að varnarliðið fari úr landi þegar þeir sem tóku ekki afstöðu er teknir með í reikninginn. Tæp 37% eru sátt við að varnarliðið fari af landi brott en 22,6% tóku ekki afstöðu.
Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Könnunin var gerð föstudaginn 29. júlí.
Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.