Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega hálf milljón iðkenda í íþróttamannvirkjum  Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 10:58

Rúmlega hálf milljón iðkenda í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar



Fjöldi iðkenda í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar árið 2008 var  um 523 þúsund og hafði þeim fjölgað um tæp 20 þúsund frá árinu 2007, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Um 5% fjölgun varð á sundgestum í Sundmiðstöðina/Vatnaveröld á milli ára en hana heimsóttu rúmlega 132 þúsund manns. Mesta fjölgun gesta var í ágústmánuði, 29% á milli ára. Tekjur jukust um 4% á milli áranna 2007 og 2008.
Um 200 þúsund iðkendur heimsóttu þær fjórar sundlaugar sem eru í sveitarfélaginu á árinu 2008. Um 32 þúsund manns sóttu Njarðvíkursundlaug en hún eins og Sundmiðstöðin eru opnar fyrir almenning. Sundlaugarnar við Heiðarskóla og Akurskóla eru kennslulaugar.
Um 322 þúsund iðkendur sóttu sex íþróttahús og flestir voru í Íþróttahúsinu við Sunnubraut eða um 109 þúsund iðkendur.

VFmynd/elg - Börn að leik í Vatnaveröld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024