Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 50 ára gamalt fréttablað fannst á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 27. júní 2003 kl. 15:01

Rúmlega 50 ára gamalt fréttablað fannst á Keflavíkurflugvelli

Á dögunum fannst rúmlega 50 ára gamalt fréttatímarit í gamalli Íbúðarblokk á Keflavíkurflugvelli. Blaðið heitir „Midnight Sun“ og kom út 14. október árið 1950. Blöðin fundust í gólfi sem verið var að rífa, en það var Björgvin Jensson starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka sem fann blöðin. Björgvin segir að blöðunum verði komið til Friðþórs Eydals upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Í blaðinu er fjöldi frétta og á forsíðunni eru fréttir utan úr heimi. Með blaðinu fylgir einnig sérstök síða þar sem sagðar eru fréttir á íslensku. Fréttasíðan ber heitið „Úr daglega lífinu á Keflavíkurflugvelli“ og þar er meðal annars frétt sem ber yfirskriftina „Flöskuhallæri hjá Á.V.R.“, en fréttin er svohljóðandi.
„Flöskuhallæri mikið eru nú hjá Áfengisverzlun Ríkisins og hefir það verið tekið til bragðs að selja ekki vín, nema tómri flösku sé skilað í staðinn. Bágt eiga þeir nú, sem eiga skörunga að eiginkonum, sem hafa sett saft á allar tómu flöskurnar.“ Nánar verður greint frá málinu í Víkurfréttum næsta fimmtudag og fleiri fréttir úr blaðinu birtar.

VF-ljósmynd: Blaðið er orðið vel veðrað á áratuga geymslu milli þilja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024