Rúmlega 400 atvinnulausir á Suðurnesjum
Alls eru 411 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum í dag, 177 karlar og 234 konur. Á vefsíðu Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja er sérstök síða ætluðu fólki í atvinnuleyt og þar er meðal annars auglýst eftir starfsmanni við tæknihreinsun í flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir starfsfólki í fiskvinnslu í Sandgerði og fólki í loðnuvinnslu í Grindavík. Alls eru auglýst 32 stöðugildi á vefsíðunni. Í febrúar í fyrra voru 454 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum og miðað við þær tölur er ljóst að atvinnuleysi hefur dregist nokkuð saman.