Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 40 kvartanir vegna lyktar frá Helguvík
Íbúar í Reykjanesbæ hafa sent Umhverfisstofnun ábendingar um lykt frá kísilverksmiðju United Silicon og fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Mynd/elg
Mánudagur 6. mars 2017 kl. 15:18

Rúmlega 40 kvartanir vegna lyktar frá Helguvík

- Íbúar loka gluggum vegna mengunar

Rúmlega fjörutíu ábendingar og kvartanir um lykt frá Helguvík hafa borist til Umhverfisstofnunar síðan í gærkvöld. Ábendingarnar eru bæði vegna brunalyktar frá kísilverksmiðju United Silicon og vegna lyktar frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, eru kvartanir vegna brunalyktar í forgrunni. Hún segir íbúa nefna sömu einkenni vegna mengunar og áður, sviða í nefholi og hálsi, óþægindi við öndun, aukin einkenni astma og herping í hálsi og sviða í augum.

Íbúar í Reykjanesbæ hafa nokkrir rætt um mengunina á samfélagsmiðlum í dag og meðal annars nefnt að ekki hafi verið hægt að hafa glugga opna gærkvöld og í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við munum kalla eftir skýringum á lyktinni og bera saman við vindáttir líkt og venjulega og vinna úr niðurstöðunum,“ segir Sigrún. Fólki hefur verið ráðlagt að leita til læknis telji það þörf á vegna áhrifa mengunarinnar. Sóttvarnalæknir fylgist með því hvort fólk leiti til læknis vegna áhrifa mengunarinnar og segir Sigrún að ekki hafi orðið aukning á komum til lækna vegna hennar. Þá hefur sóttvarnalæknir fylgst með því hvort notkun á astmalyfjum hafi aukist og svo er ekki.