Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 13:49

Rúmlega 300 pólverjar búa á Suðurnesjum

Tæplega tuttugasti hver íbúi Suðurnesja er af erlendu bergi brotinn eða 761 einstaklingur. Flestir koma íbúarnir frá Póllandi eða 309 einstaklingar. Frá Danmörku og Taílandi koma 59 einstaklingar frá hvoru landi og frá Filippseyjum koma 46 íbúar. Íbúar á Suðurnesjum með erlent ríkisfang eru alls af 49 þjóðernum.

Hæst hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er í Garðinum en þar eru um 10% íbúa af erlendu bergi brotnir. Í Sandgerði búa  105 íbúar með erlent ríkisfang eða rúm 7,5% af heildaríbúafjöldanum. Í Vogum á Vatnsleysuströnd eru 54 íbúar af erlendu bergi brotnir eða tæp 6%. Í Grindavík eru 120 íbúar með erlent ríkisfang eða tæp 5% af íbúafjöldanum og 3,25% af íbúum Reykjanesbæjar eru íbúar með erlent ríkisfang eða 354 einstaklingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024