Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 30. apríl 2004 kl. 16:53

Rúmlega 30 manns sagt upp á Suðurnesjum á stuttum tíma

Átján manns á Suðurnesjum verður sagt upp um mánaðarmótin, til viðbótar þeim 14 sem sagt var upp störfum hjá varnarliðinu í síðustu viku. 12 manns var sagt upp hjá fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnes í dag. Þeir starfsmenn sem sagt var upp störfum hjá Suðurnes voru ráðnir í tímabundin verkefni og hafa vel flestir þeirra sem sagt var upp aðeins unnið hjá fyrirtækinu í 3 mánuði.
Sex manns var sagt upp hjá Kjötseli, kjötvinnslu Samkaupa. Að sögn Skúla Skúlasonar starfsmannastjóra Samkaupa er verið að vinna að því að endurráða það starfsfólk sem sagt var upp störfum. „Við munum leggja okkur fram um að þetta fólk gangi fyrir í störf innan verslana okkar ef þess er nokkur kostur,“ sagði Skúli í samtali við Víkurfréttir. Ástæða uppsagnanna segir Skúli vera þá að stefnt sé að því að selja Kjötsel. „Við munum þó leggja áherslu á að vörur frá Kjötseli verði áfram á boðstólum í verslunum okkar.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024