Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 200 skjálftar frá miðnætti
Miðvikudagur 29. desember 2021 kl. 14:55

Rúmlega 200 skjálftar frá miðnætti

Frá miðnætti hafa rúmlega 200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Í gær mældust um 1300 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaganum.

Jarðskjálftavirknin fer minnkandi en í fyrradag mældust um 2200 skjálftar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag kl 10:22 mældist skjálfti 3.7 að stærð austur af Kleifarvatni, hann fannst víða.

Í gær kl. 14:29 mældist skjálfti við Hofmannaflöt, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hann var 3,9 að stærð.

Athugið að stærri jarðskjálftunum fylgir gjarnan grjóthrun og eru ferðamenn hvattir til að sýna aðgát í bröttum hlíðum.