Rúmlega 197 metra lestrarormur í Grunnskóla Sandgerðis
Dagana 24. febrúar til 14. mars var lestrarátak hjá nemendum í 1.- 6. bekk Grunnskólans í Sandgerði. Lestrarátök eru tvisvar á vetri í skólanum, eitt fyrir áramót og annað eftir áramót. Allir nemendur taka sig þá saman um að lesa og lesa eins mikið og þeir geta. Slagorð, vísur, spakmæli og málshættir sem tengjast lestri eru skrifuð, skreytt og hengd upp um alla ganga skólans í svo kallaðan „lestrarorm“. Stóru „drekahöfði" er komið fyrir á einum gangi skólans og „hala" á öðrum. Nemendur skólans fá svo miða fyrir hverja bók sem lesin er og hún sett upp í orm sem hlykkist á milli höfuðsins og halans. Hver og einn bekkur hefur svo sinn lit og getur því séð hve marga miða hver bekkur hefur sett í orminn.
Dágóðum kennslutíma á degi hverjum er varið í lestur auk þess sem allir eru sérstaklega duglegir að lesa heima. Allir nemendur eru hraðlestrarprófaðir fyrir og eftir átak. Í lok átaksins er svo verðlaunaafhending á sal skólans þar sem einn nemandi úr hverjum bekk les ljóð eða stutta sögu. Að því loknu eru þeir sem aukið hafa hraða sinn mest og þeir sem sýnt hafa mestan áhuga verðlaunaðir.
Bókaverðlaun voru fyrir áramót en að þessu sinni fengu verðlaunahafar bókamerki sem textílkennari skólans hannaði og útbjó. Átakið skilaði miklum árangri í hraða og lestraráhuga meðal nemenda. Lestrarormurinn varð 197,5 metrar að lengd og lásu nemendur að meðaltali 7 bækur hver á meðan á átakinu stóð.
Frábær árangur hjá krökkunum í Sandgerði og fá þeir stórt hrós fyrir!
Mynd: Nokkrir krakkar í 4. bekk Grunnskólans í Sandgerði fyrir framan bókaorminn ógurlega!
Dágóðum kennslutíma á degi hverjum er varið í lestur auk þess sem allir eru sérstaklega duglegir að lesa heima. Allir nemendur eru hraðlestrarprófaðir fyrir og eftir átak. Í lok átaksins er svo verðlaunaafhending á sal skólans þar sem einn nemandi úr hverjum bekk les ljóð eða stutta sögu. Að því loknu eru þeir sem aukið hafa hraða sinn mest og þeir sem sýnt hafa mestan áhuga verðlaunaðir.
Bókaverðlaun voru fyrir áramót en að þessu sinni fengu verðlaunahafar bókamerki sem textílkennari skólans hannaði og útbjó. Átakið skilaði miklum árangri í hraða og lestraráhuga meðal nemenda. Lestrarormurinn varð 197,5 metrar að lengd og lásu nemendur að meðaltali 7 bækur hver á meðan á átakinu stóð.
Frábær árangur hjá krökkunum í Sandgerði og fá þeir stórt hrós fyrir!
Mynd: Nokkrir krakkar í 4. bekk Grunnskólans í Sandgerði fyrir framan bókaorminn ógurlega!