Rúmlega 18 þúsund skjálftar mælst
Í morgun 27. desember kl. 08:25 mældist jarðskjálfti af stærð 3,6 skammt vestan við Kleifarvatn. Í gærkvöldi kl. 22:54 mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,5 á sömu slóðum og þá annar kl. 23:14 af stærð 3,2. Þessir jarðskjálfar eru túlkaðir sem gikkskjálftar og talið er að orsök þeirra megi rekja til aukins þrýstings við Fagrdalsfjall vegna kvikusöfnunar.
Í gær, 26. desember, mældust um 3300 jarðskjálftar við Fagradalsfjall, sá stærsti 4,2 að stærð kl. 07:26. Frá því að hrinan hófst hafa rúmlega 18 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð.